top of page

Varnir við snjóflóði

Meta skal hættu á ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku.

 

 Hættumat skal ná til byggðra svæða, svo og annarra svæða sem skipuleggja skal. Taka skal fullt tillit til hættumats við skipulagningu nýrra svæða og skal matið lagt fram sem fylgiskjal með skipulagstillögu.

Veðurstofa Íslands annast öflun gagna um snjóflóð og snjóflóðahættu og úrvinnslu úr þeim. Hún annast mælingar á snjóalögum og rannsóknir á þeim með sérstöku tilliti til snjóflóðahættu og gefa út viðvaranir um hana.

 

Ísland er með sérstakan sjóð sem heitir ofanflóðasjóður og fé sjóðsins á allt að fara til lagfæringa á skemmdum á eignum. Greiða skal allan kostnað við gerð hættumats.

 

Greiða má allt að 100% af kostnaði við kaup og uppsetningu á tækjum og búnaði sem sérstaklega er aflað til rannsókna og eftirlits með ofanflóðahættu. Sama gildir um kostnað við rannsóknir sem miða að því að bæta hönnun og auka nýtingu

varnarmannvirkja.

 

Greiða má allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja.

bottom of page