top of page

Hvernig verður snjóflóð til ? 

Lögun og bratti fjalls hafa mikil áhrif varðandi snjóflóðahættu. Í fjöllum sem hafa 30°-50° gráða halla falla flest snjóflóð.

Ef að fjallshlið er mjög skorin þá er mun meiri hætta á að það komi snjóflóð.

 

Snjóflóð falla þegar yfirdráttur jarðar verður sterkari en samloðunarkraftur snjóþekjunnar. Því er ljóst að til þess að snjóflóðahætta sé með sem allra minnsta móti þarf snjóþekjan að vera vel samloðandi og hvergi veik lög að finna.

Snjóflóði er skipt i 2 flokka lausasnjóflóð og flekasnjóflóð.

 

Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar. Stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér gríðarlegt snjómagn. Oft verður brotbrúnin við upptök flóðsins skörp og dæmi eru hérlendis um allt að 8 metra hátt brotsár.

 

Hérlendis eru flekaflóð algengari en lausasnjóflóð. Snjóflóðin hafa mismunandi rennslihraða og þurr flóð renna hraðar en vot flóð. Öflugustu kófhlaupin geta náð gríðarlegum hraða. Á undan slíkum flóðum kemur kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, t.d. húsum og bílum.

 

Snjóflóð eru þær náttúruhamfarir sem hafa valdið mestum skaða hér a landi.

 Ef undirlagið er ísi lagt, myndar ísinn góðan rennslisflöt og falli snjór á ísinn getur mikil hætta verið á ferðum.

 

Það er algengast hér á landi að snjókoma hefjist í köldu veðri en síðan hlýnar og snjórinn tekur að þyngjast. Blautur og þungur snjór sest ofan á léttari og veikburðari snjó. Ef þetta gerist er afleiðingin oft sú að snjóflóð falla. 

bottom of page