top of page
Björgunarsveitir

Björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar hafa innan sinna raða þúsundir meðlima sem eru alltaf til taks. Björgunarsveitir félagsins hafa byggt upp þekkingu og reynslu til þess að geta brugðist skjótt við öllum þeim hættum sem að íslenskum byggðum steðja og ógnað geta sæfarendum og ferðafólki. Öflugur tækjakostur og markvisst þjálfunar- og fræðslustarf, ásamt skilvirku stjórnkerfi lands- og svæðisstjórna björgunarsveita tryggja skjót viðbrögð við vá og fagleg vinnubrögð á vettvangi.

Sjúkrabíll

Sjúkrabíll er bifreið sem er sérútbúin til að flytja sjúka eða slasaða að sjúkrahúsi þar sem gert er að sárum þeirra eða þeir sjúkdómsgreindir. Sjúkrabílar eru stórir bílar sem eru þannig innréttaðir að hægt er að skjóta rúmi með niðurfellanlega fætur inn í bílinn og veita þar fullkomna skyndihjálp. Um borð í sjúkrabílum nútímans eru oft tveir sjúkraflutningamenn og einn læknir

Almannavarnir

Stofnun sem stjórnar á staðnum
Sjúkrahús

Sjúkrahús eða spítali er stofnun þar sem sjúklingum er veitt meðferð við sjúkdómum og slysum. Þar starfa meðal annars læknar og hjúkrunarfræðingar.

Sjúkraþyrla

Þyrla sem er hægt að nota til að flytja særða milli staða. Það eru læknar í þyrlunum sem geta hlúð að særðum.

bottom of page